skip to Main Content

TIMBUR EININGAHÚS FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR

BK Hönnun ehf. býður upp á einingahús úr timbri. Við erum í samstarfi við framleiðendur sem hafa reynslu af byggingu timbur einingahúsa á Íslandi. Við getum því aðstoðað við byggingu á slíkum húsum, ýmist sem hönnuðir eða við efnisöflun.

TILBÚIN HÖNNUN

Húsin okkar eru forhönnuð og byggð á stöðluðum lausnum. Þau eru því tilbúin til pöntunar á skömmum tíma. Við sjáum um alla hönnun, að panta efni og útvegum uppsetningamenn. Með því býðst viðskiptavinum okkar hagstætt verð.

Skoðaðu hús úr teikningasafni okkar eða hafðu samaband og fáðu tilboð í hús eftir þínum óskum!

STAÐLAÐAR HÚSAGERÐIR

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR UM EININGAHÚSIN

Burðarvirki húsanna er úr timburgrind sem fest er niður á staðsteyptar undirstöður. Ýmist er grind 50×150 mm eða 50×200. Vinklar og skrúfur eru rafgalv. Burðarviður í þaki er 50*250 eða stærri. Þar sem við á eru límtrésbitar ásamt festingum.

Burðargrind er sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður og stenst snjóaálag, vindálag og jarðskjálftaálag á öllu landinu.

Gönguhurðir og gluggar í húsunum eru ýmist úr PVC, ál-tré eða timbri. Allt eftir óskum verkkaupa. Við bjóðum upp á eftirfarandi gerðir af gluggum:

  • Ál-tré glugga
  • Timburglugga
  • Álglugga

Verð miðast ýmist við timburglugga (115*55mm) eða áltré glugga (115*55mm) með einangrunargleri.

Allir gluggar sem koma með okkar húsum standast kröfur byggingareglugerðar um slagreng og svignun og eru CE vottaðir.

Þakklæðning

Val er um bárujárn, trapisu stál, stallað skífustál eða tvöfalt lag af ásoðnum tjörudúk.

Veggjaklæðningar

Veggir eru klæddir með ólituðu lerki eða klæðningu að óskum viðskiptavina. Hægt er að velja um fjölmargar gerðir af klæðningum, sem dæmi geta útveggjaklæðningar einnig verið úr lituðu lerk, lituðu greni, bárujárni, smábáru, sléttu áli eða trapísu.

Allar áfellur eru innifaldar til að ganga frá klæðningum, þ.m.t. frágangslistar á þaki, við þakkant, mænir, úthorn, sökkullistar úti og áfellur til frágangs á lóðréttum samskeytum á klæðningu.

Húsin eru sett upp á steyptar undirstöður. Hægt er að kaupa Quad-lock kubbamót frá fyrir öll einingahús aukalega. Kaupendur sjá um að útvega steyptar undirstöður og að koma þeim fyrir nema um annað sé samið. Algengar stræðir á undirstöðum eru eftirfarandi:

  • Hæð sökkulveggja – um 90 cm *
  • Langhliðar – 20 cm breiðir veggir*
  • Stafnar – 20 cm breiðir veggir*
  • Botnplata – 12 cm þykk*

* stærðir á undirstöðum eru breytilegar eftir staðsetningu og álagskröfum. Ofangreint eru algengar stærðir, ekki algildar.

BK Hönnun býður upp á uppsetningu á einingarhúsum fyrir viðskiptavini félagsins. Þegar samið er um uppsetningu er alla jafnan miðað við að sérfræðingar á vegum verksmiðju taki að sér uppsetningu húsanna. BK Hönnun sér um uppáskriftir iðnmeistara fyrir þá tilteknu verkþætti sem félagið tekur að sér.

TIMBURHÚSIN OKKAR

BK Hönnun ehf. býður upp á tilsniðin einingahús sem flutt eru inn beint frá verksmiðju í Litháen. Samstarfsaðili okkar ytra hefur undanfarna tvo áratugi hannað, framleitt og byggt timbur einingahús á mörkuðum í Skandinavíu og Þýskalandi. Á síðustu misserum hefur heimamarkaðurinn einnig styrkst til muna og er stærri hluti framleiðslunnar afhentur í Eystrasaltslöndunum. Er þetta tilkomið vegna aukinnar afkastagetu í verksmiðju samstarfsaðila okkar.

Samstarf BK Hönnunar ehf. við framleiðanda tryggir að húsin eru framleidd samkvæmt íslenskum kröfum og álagsstöðlum, en húsin okkar standast þar af leiðandi vel íslenskar aðstæður og eru á sama tíma hagstæður kostur þegar kemur að því að byggja einbýlishús, raðhús, parhús eða frístundahús. Með sérþekkingu BK Hönnunar ehf. á íslenskum aðstæðum og reynslu framleiðanda af húsaframleiðslu tryggjum við í sameiningu að gæðin skili sér alla leið á byggingarstað óháð hvort um sé að ræða einföld eða flókin verkefni.

Það er mikill styrkur að geta boðið upp á vörur frá reyndum framleiðanda sem hefur byggt hús víðsvegar um Evrópu. Við vitum að þarfir hvers húsbyggjanda eru mismunandi og einsetjum okkur að mæta þeim eftir fremsta megni. Þörfin fyrir hagstætt húsnæði hefur sjaldan verið meiri og á sama tíma er mikil vitundavakning um að byggingar þurfi að vera umhverfisvænar. Timburhús eru líklega hagstæðasta lausnin þegar verð, gæði og kolefnisspor eru lög til grundvallar við val á byggingaraðferðum.

REYNSLUMIKIÐ STARFSFÓLK

Hjá okkar starfar reynslumikið starfslið. Hönnuðir með reynslu, vaskir iðnaðarmenn og sölumenn með þekkingu á vörunni.

HÖNNUN OG LAUSNIR

Við sjáum um alla hönnun á okkar verkefnum og gerum tillögur að verkefnum fyrir viðskipavini okkar strax í byrjun ferlisins.

UPPSETNING

Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á uppsetningu með okkar vörum. Allt unnið undir stjórn húsasmíðameistara og byggingastjóra.

Back To Top