TÆKNIÞJÓNUSTA

BK Hönnun ehf. býður upp á alhliða tækniþjónustu fyrir viðskiptavini sína. Tæknideildin er starfrækt til að styðja viðskiptavini félagsins þegar kemur að  tækniútfærslum með vörur sem við seljum og þjónustum. Ákveði viðskiptavinur að kaupa hjá okkur hús eða húshluta getum við séð um neðangreind sérsvið í hönnun og stýringu verkefna. Þessu til viðbótar höfum við mjög gott net sérfræðinga sem taka að sér hin ýmsu sérsvið þegar það á við. Meðal annar er þar um að ræða  brunahönnuði, raflagnahönnuði, lagnahönnuði og hljóðvistarhönnuði.

Aðalhönnun og hönnunarstýring

BK Hönnun ehf. býður viðskiptavinum sínum upp á gerð aðaluppdrátta og hönnunarstýringu. Hvort sem um er að ræða stálgrindarhús, aðrar landbúnaðarbyggingar eða íbúðar- eða frístundahús. Við sjáum um aðalhönnun allt frá fyrstu hugmynd að fullbyggðu mannvirki. Sem dæmi um verkefni sem BK Hönnun ehf. hefur tekið að sér eru hús fyrir ferðaþjónustu, íbúðarhúsnæði, byggingar fyrir landbúnað og skólahúsnæði ásamt byggingum fyrir iðnað og þjónustu.

BK Hönnun ehf. hefur öll tilskylin leyfi til að sjá um hönnunarstýringu, hönnun aðaluppdrátta og gerð sérteikninga.

Burðarvirki

BK Hönnun ehf. sér um alla almenna burðarþolshönnun í okkar verkefnum og er með hönnuði sem hafa víðtæka reynslu á sviði burðarvirkjahönnunar. Við veitum faglega ráðgjöf og bjóðum upp á hönnun sem skilar hagkvæmni. Hafðu samband og við getum ráðlagt þér með framhaldið.

Helstu sérsvið burðarvirkjahönnuða okkar eru meðal annars:

  • Hönnun stálvirkja
  • Hönnun úr límtré
  • Hönnun úr timburgrind
  • Hönnun út CLT einingum

Byggingarstjóri

BK Hönnun ehf. hefur öll tilskylin leyfi til að taka að sér hlutverk byggingarstjóra. Við getum því boðið viðskiptavinum okkar upp á alhliða byggingaþjónustu, en félagið á í góðu samstarfi við fjölda undirverktaka og getur stýrt framkvæmdum frá fyrstu hugmynd að fullbyggðu mannvirki. Getum, sem dæmi, útvegað uppsetningateymi fyrir:

  • Timbur einingahús
  • CLT einingar
  • Límtrés byggingar með yleiningum
  • Bogahús
  • Svalir og stálstiga
  • Uppsetningu glugga og hurða

Gæðakerfi

BK Hönnun ehf. er með virkt gæðakerfi líkt og kveðið er á um í lögum nr. 160/2010 um mannvirki og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Gæðakerfið nær yfir hönnun, byggingarstjórn og iðnmeistara.

Verðskrá

Öll vinna tæknimanna er reikningsfærð skv. gildandi verðskrá hverju sinni. Í þeim tilfellum sem tækniþjónnusta er að hluta innifalin í samningi gilda ákvæði saminga.

Karfa

Þessi vefsíða notar vefkökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur