Blog

Janúar útsala

Við byrjum árið á útsölu á öllum stöðluðum gróðurhúsum, aukahlutum í gróðurhús og gabion vírkörfum. Um að gera að tryggja sér gróðurhús fyrir sumarið á góðum kjörum. Samhliða þessu höfum við tekið verulega til hendinni á heimasíðunni og er nú hægt að klára pantanir á gróðurhúsum á vefnum.

Meðal breytinga er ný flokkun á gróðurhúsum, en nú falla út orðin “Hobby” og “Victorian” úr vöruheitum. Nú heitir hið sívinsæla Master Victorian hús t.a.m Master. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef eitthvað er óljóst!