[vc_row][vc_column][vc_column_text]Stofnun BK Hönnunar ehf. á sér langan aðdraganda, eða allt til þess tíma sem stofnandi stofunnar starfaði á námssamningi í húsasmíði árið 2004. Á þeim tíma starfaði Birkir Kúld, stofnandi stofunnar, við uppsteypu undir handleiðslu húsasmíðameistara sem jafnframt var menntaður byggingafræðingur. Hannaði umræddur meistari hús sem var að, samhliða verklegum framkvæmdu. Frá þeim tíma var leiðin í gegnum nám og staf vörðuð því að öðlast sem víðtækasta reynslu til þess að geta fetað í þau fótspor sem áðurnefndur meistari hafði farið.
Stofan var því formlega stofnuð árið 2016 eða í beinu framhaldi af því að stofnandi hennar öðlaðist réttindi sem löggiltur mannvirkjahönnuður, og með því réttindi til að gefa út aðaluppdrætti. Frá þeim tíma hefur stofan vaxið og dafnað og tekið að sér fjölbreytt verkefni fyrir einstaklinga, lögaðila og opinbera aðila. Á verkefnalistanum okkar eru meðal annars íbúðarhús, iðnaðarhús, landbúnaðarbyggingar, fjölmörg verkefni tengd ferðaþjónustu og skólabyggingar.
Frá árin 2019 bætum við í og bjóðum upp á beinan innfluting á byggingarefnum fyrir okkar viðskiptavini. Á liðnum árum höfum við aðsoðað innflutningsaðila og húsbyggjendur við byggingu ýmiskonar einingarhúsa og getum við því nú formlega tekið slík verkefni beint fyrir okkar viðskiptavini án aðkomu þriðja aðila.
BK Hönnun ehf. á í mjög góðu samstarfi við aðra hönnuði og bjóðum við meðal annars upp á alhliða burðarvirkjahönnun, lagnahönnun, raflagnahönnun og gerð framleiðsluteikninga fyrir einingaframleiðslu í þeim verkefnum sem við komum að. Á það jafnt við um einingahús úr timbri, steypu, CLT einingum, stáli eða límtré.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][vc_column_text]Birkir hefur víðtæka reynslu af hönnun og ráðgjöf. Hann hefur bakgrunn úr smíðum og öðlaðist sveinsbréf í húsasmíði árið 2006. Frá þeim tíma hefur hann starfað við hönnun og ráðgjöf, ýmist sem starfsmaður hjá fyrrum vinnuveitendum eða í eigin nafni. Undanfarin ár hefur hann að mestu fengist við hönnun, byggingarstjórnun, ýmiskonar verkefnaráðgjöf og innflutning á byggingarefnum.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][vc_column_text]MENNTUN
HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK – B.Sc. gráða í Byggingafræði 2011
HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK – M.Sc. gráða í Construction management 2014
FÉLAGSSTÖRF
• Virkt gæðakerfi sem hönnuður, byggingarstjóri og iðnmeistari
• Byggingafræðingafélag Íslands, stjórnarmaður frá 2016
• Brunatæknifélag Íslands, meðlimur
• Stéttarfélag byggingafræðinga, stjórnarmaður frá 2019
LÖGBUNDIN RÉTTINDI
• Löggiltur húsasmíðameistari frá 2008
• Byggingarstjóri 1&3, réttindi gild til 2029
• Löggiltur mannvirkjahönnuður frá 2015[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]