skip to Main Content

STÖÐLUÐ Z STÁLGRINDARHÚS

BK Hönnun ehf. býður upp á stöðluð hús úr Z stálgrind sem klædd eru með yleiningum.
Húsin eru þaulreyndar á við íslenskar aðstæður.

Stálgrindarhús

TILBÚIN HÖNNUN

Okkar forhönnuðu hús úr Z stálgrind eru tilbúin til pöntunar á skömmum tíma. Við sjáum um alla hönnun og að panta efni. Með því styttum við boðleiðir, spörum tíma og erum hagkvæm!

Skoðaðu stöðluðu húsin okkar eða hafðu samaband og við hönnum aðrar stærðir!

STÖÐLUÐ HÚS ÚR Z STÁLGRIND

BURÐARVIRKI

Burðarvirki húsanna er úr Z, sigma og C prófílum sem festir er niður á staðsteyptar undirstöður með sérsmíðuðum stálfestingum úr heitgalvaniseruðu stáli. Allir boltar og rær með til að bolta stálvirkið innifaldir.

Burðargrind er sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður og stenst snjóaálag, vindálag og jarðskjálftaálag á öllu landinu.

KLÆÐNING

Þak og veggir eru klædd með yleiningum af vandaðri gerð. Við bjóðum bæði upp á PIR polyuthane kjarna og steinull í kjarna. Þak er jafnframt ýmist með glærum auðbrennanlegum birtuplötum eða með mænisglugga.

Allar áfellur eru innifaldar til að ganga frá yleiningum, þ.m.t. frágangslistar á þaki, við þakkant, mænir, úthorn, sökkullistar inni, sökkullistar úti og áfellur til frágangs á lóðréttum samskeytum á yleiningum.

IÐNAÐARHURÐIR

Iðnaðarhurðir eru innifaldar í efnispakka með húsunum okkar. Hurðirnar eru sérpantaðar fyrir hvert hús og geta viðskiptavinir valið um breiddir sem hlaupa á 50 cm. Þ.e hurðir geta verið 300 cm, 350 cm, 400 cm o.s.frv.

Hurðirnar eru úr stál samlokueiningum og koma með sérsmíðuðu brautakerfi. Viðskiptavinir geta svo bætt við mótor og rafmagnsstýringum á hurðirnar eftir þörfum.

GLUGGAR & HURÐIR

Gönguhurðir og gluggar í húsunum eru ýmist úr PVC, ál-tré eða timbri. Allt eftir óskum verkkaupa. Við bjóðum upp á eftirfarandi gerðir af gluggum:

 • Rehau Nordic line PVC glugga
 • Ideal Aluplast 70 PVC glugga
 • Ál-tré glugga
 • Timburglugga
HELSTU STÆRÐIR

Z stálgrindarhúsin frá okkur koma í stöðluð í eftirfarandi þversniðum:

 • Breiddir: 6-8-10-12 breið
 • Vegghæðir: 2,5m, 3,5m & 4,5m
 • Þakhalli: 10°
 • Lengdir: Frá 10m og helypur á 5m.

Aðrar stærðir í boði, sendið okkur einfaldlega línu.

UNDIRSTÖÐUR

Húsin eru sett upp á steyptar undirstöður. Stöðluð útfærsla miðar við að sökkulveggur standi 20 cm upp fyrir plötu og að yleiningar standi 10 cm niður á sökkulvegginn utanverðan. Kaupendur sjá um að útvega steyptar undirstöður. Algengar stræðir á undirstöðum eru eftirfarandi:

 • Hæð sökkulveggja – um 90 cm *
 • Langhliðar – 40 cm breiðir veggir*
 • Stafnar – 25 cm breiðir veggir*
 • Botnplata – 12 cm þykk*

* stærðir á undirstöðum eru breytilegar eftir staðsetningu og álagskröfum. Ofangreint u algengar stærðir, ekki algildar.

ÖRLÍTIÐ UM OKKUR

BK Hönnun rekur sögu sína til ársins 2006 þegar stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins hóf að starfa sem hönnuður. Frá þeim tíma hafa fjölmargar byggingar litið dagsins ljós, margar þeirra byggðar úr Z stálgrind! Allt frá stofnun hefur megin markmið verið að bjóða upp á hágæða byggingar sem þola vel íslenskt veðurfar. Z stálgrindarhús hafa verið vinsæl á Íslandi enda eru þau hagkvæm í innkaupum, fjót í uppsetningu og aðlaðandi. Skoðaðu húsin okkar og kláraðu málið!

REYNSLUMIKIÐ STARFSFÓLK

Hjá okkar starfar reynslumikið starfslið. Hönnuðir með reynslu, vaskir iðnaðarmenn og sölumenn með þekkingu á vörunni.

HÖNNUN OG LAUSNIR

Við sjáum um alla hönnun á okkar verkefnum og gerum tillögur að verkefnum fyrir viðskipavini okkar strax í byrjun ferlisins.

UPPSETNING

Við getum boðið viðskiptavinum okkar upp á uppsetningu með okkar húsum. Erum í samstarfi við þaulreynt uppsetningarteymi sem vinnur undir okkar strjórn.

FRÉTTAVEITAN

Svartur föstudagur

Við höfum opnað fyrir kolsvört tilboð sem gilda frá mánudegi til sunnudags þessa vikuna. Tilboðin…

Ísland í dag

Ísland í dag fór í heimsókn til fagurkera í Hveragerði á dögunum. Var viðtalið að…

Lokun vegna vetrarfría

Skrifstofan verður lokuð dagana 21. október til og með 25. október.

Back To Top