Algengar spurningar

Ertu að íhuga að kaupa gróðurhús?

Ef svo er, þá höfum við tekið saman svör við nokkrum algengum spurningum sem við fáum reglulega hér að neðan.

Um gróðurhúsin okkar

Hvar eru gróðurhúsin okkar framleidd?

Öll gróðurhús frá BK Hönnun eru framleidd af Belgíska fyrirtækinu Janssens í höfuðstöðvum félagsins í Lier í Belgíu. Janssens er fjölskyldufyrirtæki með meira en 75 ára reynslu en þau eru meðal fremstu gróðurhúsaframleiðenda í Evrópu. Gróðurhúsin eru flutt út um allan heim. BK Hönnun er söluaðili Janssesn gróðurhúsa á Íslandi og hefur verið síðan 2018. Í sýningarsal okkar í Sundaborg 5 er hægt að sjá allt það helsta sem er í boði. 

Ál er einstaklega létt byggingarefni, það er sterkt miðað við þyngd og sérstaklega endingargott. Ál ryðgar ekki og krefst því lítils viðhalds. Vegna þessa er hægt að byggja upp glerskála úr áli með þunnum álrömmum og hleypa þannig meiri birtu inn í sólskálann. Þessu til viðbótar er ál 100% endurvinnanlegt efni.

Ál er einstaklega létt byggingarefni, það er sterkt miðað við þyngd og sérstaklega endingargott. Ál ryðgar ekki og krefst því lítils viðhalds. Vegna þessa er hægt að byggja upp glerskála úr áli með þunnum álrömmum og hleypa þannig meiri birtu inn í sólskálann. Þessu til viðbótar er ál 100% endurvinnanlegt efni.

Glerhús frá BK Hönnun eru framleidd og seld með 4 mm hertu öryggisgleri. Ódýrari gróðurhúsamerki bjóða ýmist venjulegt gróðurhúsa gler (flotgler), sem er 3-4 mm þykkt, eða þynnra öryggisgler, t.a.m 3mm. Þær glertegundir eru ódýrari, en að sama skapi eru þær töluvert veikari. Gróðurhúsagler (flotgler) er að okkar mati stór vafasamt og stenst ekki kröfur byggingarreglugerðar hvort sem um er að ræða þak eða vegg rúðu. 

Hert öryggisgler er u.þ.b 7x sterkara en hefðbundið gróðurhúsagler í sömu þykkt. Í þeim ólíklegu tilfellum þar sem rúður brotna, molnar herta glerið í litlar flögur, á meðan flotglerið brotnar í stórar skífur með tilheyrandi slysahættu. 

Munurinn á 3mm og 4mm hertu gleri er fyrst og síðast í styrk. 3mm gler þolir að jafnaði 600-800 Pa á meðan 4mm glerið þolir 800-1000 Pa þrýsting. 

BK Hönnun selur eingöngu 4mm hert öryggisgler með gróðurhúsum og glerskálum.

Hversu stórt gróðurhús á ég að panta?

Við þessari spurningu er ekkert eitt rétt svar. Þarna spilar inn bæði hvaða pláss er til staðar, hver væntanleg notkunn á að vera og hver fjárfestingargetan er. Ef um er að ræða hefðbundið gróðurhús fyrir ræktun má hafa í huga að í stærri skálum er stöðugra umhverfi fyrir plöntur, hitastig er almennt jafnara í stærri húsum sem getur haft áhrif á árangur í ræktun. Sé um að ræða útistofu er spurningin hversu mikið af húsgögnum á að koma fyrir. Okkar reynsla í gegnum árin er að vinsælasta stærðin, sem flestir viðskiptavinir eru hvað ánægðastir með, sé um 15 m² og vegghæð 200 cm. Þarna er Master húsið fullkomið. 

Ál ryðgar ekki, en það tærist. Það myndast því ekki rauðbrúnar ryð útfellingar á álinu, heldur hvítar. Þessi væga tæring er náttúrulegt ferli sem hefur ekki áhrif á styrk eða endingartíma prófílanna.

Yfirborðsmeðhöndlun er því fyrst og fremst gerð vegna útlits. Málningin sem við bjóðum hjá BK Hönnun er alltaf úr hágæða duftlökkuðun, þ.e pólýhúðun. Duft málning er bökuð í ofni til að festa við yfirborð á álinu.

Í stöðluðum gróðurhúsum er hægt að velja staðsetningu á hurðum og gluggum, og eftir atvikum að kaupa auka rennihurðir. 

Í sér framleiddum húsum er hægt að velja þakglugga, veggglugga, rennihurðir eða útopnandi álhurðir. Allt eftir þínum óskum.

Í stöðluðum gróðurhúsum er hægt að velja staðsetningu á hurðum og gluggum, og eftir atvikum að kaupa auka rennihurðir. 

Í sér framleiddum húsum er hægt að velja þakglugga, veggglugga, rennihurðir eða útopnandi álhurðir. Allt eftir þínum óskum.

Uppsetning og samsetning

Þarf ég leyfi til að setja upp gróðurhús?

Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun gefur út leiðbeiningar við byggingarreglugerð. Við bendum okkar viðskiptavinum góðfúslega á gildandi reglur má finna hér. 

Bendum þar sérstaklega á eftirfarandi kafla:

  • 1.3 - Flokkun mannvirkja
  • 2.3 - Byggingarleyfisskyldar framkvæmdir
  • 2.4 - Byggingarleyfið
  • 2.7 - Ábyrgð eiganda mannvirkis

Áður en þú hefst handa við að setja upp gróðurhúsið ættir þú að huga vel að: staðsetningu gróðurhússins, stefnu þess og staðsetningu hurða og glugga.

Viltu byggja gróðurhúsið á sökkulvegg (múr)? Gakktu úr skugga um að veggurinn sé beinn og að öll horn veggsins séu 90 gráður. Veggurinn þarf að vera nægilega þykkur, gerður úr gegnheilum steinum eða steinsteypu, ekki holum steinum, yfirborð þarf að vera slétt og jafnt að ofan og málsetning í samræmi við það hús sem á að fara á undirstöðuna. 

Ertu að láta fagmann setja upp gróðurhúsið? Gakktu úr skugga um að aðgengi sé gott að að jarðvegur sé sléttur í kringum húsið áður en teymið kemur.

Þú getur reynt að þrífa vandlega, en það er möguleiki á að það sem þú sérð sé fyrirbæri kallað “glass corrosion“ sem ekki er hægt að fjarlægja.

Ef gler er geymt á þann hátt að raki (rignin, rakaþétting og loftraki) nær inn í glerkistun og inn fyrir þétt plast alveg inn að gler skífunum, er hætta á að lítið magn raka nái inn á milli glerja. Rakinn sem fer á milli glerskífanna mun hafa mjög háan styrk af natríum, og basísk lausn (Na+ OH-) myndast. Við hátt pH-gildi verður glerið því fyrir nokkurskonar árás, og natríumsílikat myndast. Sólarljós getur aukið þessi áhrif (þegar sól skín og hitar glerkassann, sem er vafinn í plastfilmu). Ef þetta ferli fær að eiga sér stað yfir tíma er viðbúið að glerið skemmist varanlega.

Þetta er ekki hluti af verksmiðjuábyrgð Janssens, því við mælum eindregið með því að geyma ósamsett gróðurhús innandyra á þurrum stað, í skjóli frá sól þar til húsið er sett upp.

Ef samsetning fer ekki fram strax eftir afhendingu, á að geyma glerið innandyra í þurru umhverfi fjarri sólarljósi. Skemmdir á gleri vegna raka og sólarljóss eru ekki hluti af verksmiðjuábyrgð Janssens, sjá ábyrgðarskilmála og kafla um hvíta móðu á milli glerja.

Þarf einhverja undirstöðu fyrir gróðurhúsið?

Gróðurhús er best að byggja á nægilega sterkri undirstöðu sem er á frostfríum jarðvegi. Mál sem gefin eru upp fyrir glerhúsinu okkar vísa alltaf til ytri mála álprófíla sem mynda húsið, líkt og teikningar og leiðbeiningar gefa til kynna. Við mælum með að steypa sökkul eða hlaða sökkulvegg úr BK hleðslusteinum, allan hringinn undir húsin. Undirstaðan þarf að vera lárétt, hornrétt og í réttum málum þannig að botn rammi gróðurhússins, sem er alltaf hluti af húsinu, passi á undirstöðuna. Stærð og utanmál undirstöðu er mismunandi eftir því hvaða hús á við og því best að kynna sér málsetninguna vel áður en verklegar framkvæmdir hefjast. Við mælum með að fá fagmann í gerð undirstöðu sem og að setja saman gróðurhúsið til að tryggja rétt vinnubrögð. 

Gróðhúsin okkar eru seld með botnramma úr áli sem er festur niður á undirstöður. Botnramminn er hluti af húsinu og fylgir því í verði hússins. Við mælum með að festa húsin niður a.m.k niður undir hverri uppistöðu, c/c 75 cm u.þ.b. Í kringum hurðar er mikilvægt að festa niður sitthvoru megin við hurðargatið ef notaður er lágur þröskuldur. 

Það sem þú sérð er kallað „oxun“ á áli.

Þegar ál kemst í snertingu við vatn og súrefni, tærist það mjög hratt. Flestir þekkja ryðgað stál á einkennandi appelsínugulum lit þess. Tæring á áli lítur hins vegar út fyrir að vera hvít. Ferlið kallast oxun á áli. Oxunin myndar þunnt, hart lag af áloxíði sem í raun verndar málminn gegn frekari tæringu og skaðar prófílinn EKKI  eða burðargetu hans.

Botnramminn á að vera festur láréttur á breidd, en á lengdina er ráðlagt að láta húsið halla 2-3 mm á meter til að tryggja vatnsflæði um þakrennuna.

Á undanförnum árum höfum við selt og sett upp gróðurhús um allt land. Reynslan er því orðin þó nokkur og við farin að þekkja kerfin okkar ágætlega. 

Þegar verið er að staðsetja gróðurhús á vindasömum stað er skynsamlegt að huga að ríkjandi vindátt, velja hús í hentugri stærð og velja viðeignadi styrkingar eftir aðstæðum. Húsin okkar fást ýmist með stál styrkingum, sterkum álramma eða öðrum ál styrkingum. 

Hitun og loftgæði í gróðurhúsinu

Get ég hitað gróðurhúsið á veturna?

Hægt er að hita húsin upp á ýmsan máta. Við eigum til þó nokkuð úrval af rafmagns hiturum frá 1200W og upp í 2800W. Einnig er hægt að hita húsin með hitalögn en í slíkum tilfellum mælum við með að leggja kerfið sem lokað kerfi á frostlegi. 

Sólin er aðal hitagjafinn þegar hennar nýtur en þess á milli eru rafmagnshitarar, hitalögn eða kamínur aðal hitagjafarnir. 

Ef ætlunin er að hlýfa plöntum á verturna er hægt að kaupa plöntutjöld hjá okkur til að spara orkukostnað við  kyndingu yfir kaldasta tímann.

Við bjóðum mikið úrval hitara. Í grunninn erum við að mæla með tveim gerðum, annarsvegar hiturum fyrir fólk og svo hitastýrðum blásurum fyrir plötnur. 

Hitara úrval okkar má finna hér.

Hvernig er best að snúa gróðurhúsinu?

Til að fá sem mestan hita frá sólu er æskilegt að velja staðsetningu til suðurs, þar sem gróðurhúsið fær sól sem lengstan tíma dags. Best er að húsið fái sól bæði fyrri og seinni part dags ef því er komið við. 

Loftun er mikilvæg svo ekki verði óbærilegur hiti inni í gróðurhúsinu, en þetta á bæði við um plöntur og fólk. Við gjóðum upp á hitastýrðar pumpur á þakglugga, loftristar og veggglugga til að tryggja rétt loftgæði í glerskálanum. 

Í öllum okkar húsum er hægt að koma fyrir kamínu. Í slíkum tilfellum er reykrörið leitt út um álspjald sem kemur í stað glers. Álspjöldin eru ekki innifalin í "stöðluðum stærðum" en lítið mál er að kaupa slíkt af okkur. Eigum þetta alla jafna til á lager. 

Kamínur bjóðum við í nokkrum gerðum. Sjá hér. 

Í sér framleiddum húsum er hægt að velja þakglugga, veggglugga, rennihurðir eða útopnandi álhurðir. Allt eftir þínum óskum.

Þjónustan okkar

Hvernig er húsið afhent eftir kaup?

Pakkar á stöðluðum gróðurhúsum eru all jafna afhentir af lager okkar í Sundaborg 5. Við getum útvegað flutning á áfangastað eða með Flytjanda. Pakkarnir eru alla jafna af neðangreindri stærð;

  • Standandi glerkista 90 x 90 x 220 cm, 500 - 700 kg
  • Pakki sem er jafn langur og breidd hússins x 25 x 15 cm
  • Pakki sem er jafn langur lengd hússins x 25 x 15 cm

Ef afhending hefur farið fram og útséð með að uppsetning fari ekki fram strax er mikilvægt að geyma pakkningarnar innanhúss í þurru og frá sólarljósi. 

Hvaða ábyrgð er á gróðurhúsinu mínu?

Gróðurhúsin frá okkur koma með verksmiðjuábyrgð sé um að ræða staðlað gróðurhús.

10 ára ábyrgð:

  • Á álblöndu og gæðum áls
  • Á málningu (pólýhúðun) ef upp koma vandamál eins og flögnun, tæring, kalkmyndun, litbreyting eða glansmissir þar sem fyrirfram ákveðin þolmörk skc. Qualicoat- eða Qualinod forskriftinni eru til viðmiðunar.
  • Á viðloðun og spennu á gúmmílista
  • Á framleiðslugöllum í gleri.

5 ára ábyrgð

  • Á PVC íhlutum og UV þoli þeirra 

Skemmdir sem falla ekki undir ábyrgð:

  • Skemmdir vegna þess að uppsetningar- og notkunnarleiðbeiningum var ekki fylgt.
  • Skemmdir vegna notkunar sem ekki telst eðlileg.
  • Skemmdir sem stafa af skorti á viðhaldi.
  • Eðlilegt slit.
  • Efni og hlutar sem notaðir eru samkvæmt ósk viðskiptavinarins en eru ekki hluti af vöruúrvali Janssens.
  • Mannvirki sem ekki eru hluti af Janssens vörulínu en voru framleidd að sérstökum beiðni viðskiptavinar.
  • Foktjón sem kann að verða í stormi eða meiri vindhraða.

BK Hönnun getur séð um að gera teikningar fyrir byggingarfulltrúa hvort sem um er að ræða þegar byggt gróðurhús eða nýframkvæmd. Erum með öll tilskylin leyfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að skila inn aðaluppdráttum, sérteikningum ofl. Við sjáum einnig um að gera skráningartöflu fyrir fasteignamat sem og önnur fylgigön eftir því sem við á. Leitið til sölumanna varðandi verð áætlun fyrir hönnunarvinnu. 

Karfa