Stálgrindarhús

BK Hönnun ehf. býður upp á stöðluð hús úr stálgrind sem klædd eru með yleiningum.
Húsin eru þaulreynd við íslenskar aðstæður.

6 x 10 m stálgrindarhús

  • 60 m²
  • Breidd 6 m (utan mál á grind)
  • Lengd 10 m (utan mál á grind)
  • Vegghæð 3,2 m (utan mál á grind)
  • Þakhalli 22°
  • Yleiningar úr PIR - 40 mm (fást þykkari og eða úr steinull, auka gjald)
  • Litur á yleiningum skv. litakorti. Hægt að velja sitthvorn lit á þak og veggi.
  • Val um iðnaðarhurðir, innifalin í verði 3x3 m hurð án mótors og stýribúnaðar. Vindstýfur ekki innifaldar. Verð miðast við hvíta hurð.
  • Val um gönguhurðir og glugga. Innifalin 1 stk 100x210 cm útihurð án glugga. Húnar og læsing ekki innifalið. Verð miðast við hvíta hurð.
Lestu meira

8 x 15 m stálgrindarhús

  • 120 m²
  • Breidd 8 m (utan mál á grind)
  • Lengd 15 m (utan mál á grind)
  • Vegghæð 3,5 m (utan mál á grind)
  • Þakhalli 22°
  • Yleiningar úr PIR - 40 mm (fást þykkari og eða úr steinull, auka gjald)
  • Litur á yleiningum skv. litakorti. Hægt að velja sitthvorn lit á þak og veggi.
  • Val um iðnaðarhurðir, innifalin í verði 3x3 m hurð án mótors og stýribúnaðar. Vindstýfur ekki innifaldar. Verð miðast við hvíta hurð.
  • Val um gönguhurðir og glugga. Innifalin 1 stk 100x210 cm útihurð án glugga. Húnar og læsing ekki innifalið. Verð miðast við hvíta hurð.
Lestu meira

14 x 40 m stálgrindarhús

  • 700m² brúttó
  • Vegghæð 4,5 m
  • Val um yleiningar úr PIR eða steinull
  • Val um iðnaðarhurðir
  • Val um gönguhurðir og glugga
Lestu meira

12 x 30 m stálgrindarhús

18,500,000 kr.
  • 360 m² brúttó
  • Breidd 12 m
  • Lengd 30 m
  • Vegghæð 3,5 m
  • Yleiningar úr PIR - 40 mm (fást þykkari og eða úr steinull)
  • Val um iðnaðarhurðir (ekki innifalið)
  • Val um gönguhurðir og glugga (ekki innifalið)
  • Aðaluppdrættir og burðarvirkjateikningar í boði (ekki innifalið)
Bæta í körfu

16 x 40 m stálgrindarhús

  • Val um yleiningar úr PIR eða steinull
  • Val um iðnaðarhurðir
  • Val um gönguhurðir og glugga
Lestu meira

10 x 20 m stálgrindarhús

10,900,000 kr.
  • 200 m² brúttó
  • Breidd 10 m
  • Lengd 20 m
  • Vegghæð 3 m
  • Yleiningar úr PIR - 40 mm (fást þykkari og eða úr steinull)
  • Val um iðnaðarhurðir (ekki innifalið)
  • Val um gönguhurðir og glugga (ekki innifalið)
  • Aðaluppdrættir og burðarvirkjateikningar í boði (ekki innifalið)
Bæta í körfu

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn BK Hönnunar ehf.

SÍMI

 571-3535

BURÐARVIRKI

Burðarvirki húsanna er úr Z, sigma og C prófílum sem festir er niður á staðsteyptar undirstöður með sérsmíðuðum stálfestingum úr heitgalvaniseruðu stáli. Allir boltar og rær með til að bolta stálvirkið innifaldir.

Burðargrind er sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður og stenst snjóaálag, vindálag og jarðskjálftaálag á öllu landinu.

KLÆÐNING

Þak og veggir eru klædd með yleiningum af vandaðri gerð. Við bjóðum bæði upp á PIR polyuthane kjarna og steinull í kjarna. Þak er jafnframt ýmist með glærum auðbrennanlegum birtuplötum eða með mænisglugga.

Allar áfellur eru innifaldar til að ganga frá yleiningum, þ.m.t. frágangslistar á þaki, við þakkant, mænir, úthorn, sökkullistar inni, sökkullistar úti og áfellur til frágangs á lóðréttum samskeytum á yleiningum.

IÐNAÐARHURÐIR

Iðnaðarhurðir eru innifaldar í efnispakka með húsunum okkar. Hurðirnar eru sérpantaðar fyrir hvert hús og geta viðskiptavinir valið um breiddir sem hlaupa á 50 cm. Þ.e hurðir geta verið 300 cm, 350 cm, 400 cm o.s.frv.

Hurðirnar eru úr stál samlokueiningum og koma með sérsmíðuðu brautakerfi. Viðskiptavinir geta svo bætt við mótor og rafmagnsstýringum á hurðirnar eftir þörfum.

GLUGGAR & HURÐIR

Gönguhurðir og gluggar í húsunum eru ýmist úr PVC, ál-tré eða timbri. Allt eftir óskum verkkaupa. Við bjóðum upp á eftirfarandi gerðir af gluggum:

  • Rehau Nordic line PVC glugga
  • Ideal Aluplast 70 PVC glugga
  • Ál-tré glugga
  • Timburglugga

HELSTU STÆRÐIR

Stálgrindarhúsin frá okkur koma í ýmsum stærðum. Hægt er að sérsmíða efitr óskum hvers og eins.

  • Breiddir: 6-8-10-12 breið
  • Vegghæðir: 2,5m, 3,5m & 4,5m
  • Þakhalli: 10-45°
  • Lengdir: Frá 10m og helypur á 5m.

Aðrar stærðir í boði, sendið okkur einfaldlega línu.

UNDIRSTÖÐUR

Húsin eru sett upp á steyptar undirstöður. Stöðluð útfærsla miðar við að stálgrind sé sett beint ofan á steypta plötu með steyptum sökklum. Kaupendur sjá um að útvega steyptar undirstöður. Algengar stræðir á undirstöðum eru eftirfarandi:

  • Hæð sökkulveggja – um 90 cm *
  • Langhliðar – 40 cm breiðir veggir*
  • Stafnar – 25 cm breiðir veggir*
  • Botnplata – 12 cm þykk*

* stærðir á undirstöðum eru breytilegar eftir staðsetningu og álagskröfum. Ofangreindar stærðir eru algengar stærðir, ekki algildar.

Karfa

Þessi vefsíða notar vefkökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur