skip to Main Content

BK56+ Álklæddir timburgluggar

Helstu kostir BK56+ Áltré glugga

  • Prófíl dýpt 115 mm
  • Veðurkápa úr áli, loftræst
  • Lágmarks varmatap
  • Hlýleiki timburs inni, veðurþolið ál úti
  • Val um marga liti inni og úti
  • Slagregnsprófaðir
  • CE Merktir

Gerum tilboð í stór sem smá verkefni.

Category:

Description

BK 56+  eru álklæddir timburgluggar með 115 mm timbur prófíl. Stöðluð glerþykkt er 24 mm . Lausafög og hurðir með þéttingum, lamir með barnaöryggi og læsingar með næturopnun. Gler er mjúkfilmu einangrunargler með argon fyllingu. Val er um sólvarnargler, K-gler, öryggisgler og matt gler.  Allt gler er argon fyllt til að auka einangrun og varna gegn varmatapi. Gluggarnir koma með “modern” rúning annarsvegar og hinsvegar með “classic” skraut spori að innan. Hægt er að velja sér lit að utan og annan að innan. Gluggarnir koma glerjaðir á byggingarstað. Hægt er að fá gluggana okkar boraða fyrir Adjufix festingar til að auðvelda ísetningu. Hægt að fá fræsta áfellu rauf að innan og spor fyrir sólbekk.

Almennar upplýsingar
Dýpt 115 mm
Varmaleiðni Uw allt niður í  1.1 W / m²K
Slagregnsprófun 1500 PA
Litakerfi RAL og NCS
Afgreiðslutími Breytilegur, 6-8 vikur

GLER GERÐIR

EINANGRUNARGLER

Minna varmatap með LOW E

HLJÓÐVÖRN

Hljóðvarnargler til að draga úr utanaðkomandi hávaða í byggingum

HERT ÖRYGGISGLER

Öryggisgler sem brotnar í litlar agnir til að varna glerskurðarslysum

SAMLÍMT ÖRYGGISGLER

Tvör glerskífur límdar saman á sterkri filmu

SÓLVARNARGLER

Gler sem dregur úr geislum sólar innan íbúðar

MATT GLER

Gler sem sést lítið sem ekkert í gegnum en veitir birtu inn í rými

Back To Top