Skoðaðu stöðluðu húsin okkar eða hafðu samaband og fáðu verðáætlun fyrir aðrar stærðir.
Bogahús
Við bjóðum upp á stöðluð bogahús í fjórum breiddum – 12m, 15m, 18m og 20m
Bogahús eru þaulreynd á við íslenskar aðstæður
TILBÚIN HÖNNUN
STÖÐLUÐ BOGAHÚS
Húsin okkar eru forhönnuð og tilbúin til pöntunar á skömmum tíma. Við sjáum um alla hönnun sem og að panta efni. Með því getum bið boðið hagstæð verð!
12 x 40 m bogahús
12 x 50 m bogahús
15 x 30 m bogahús
BURÐARVIRKI
Burðarvirki húsanna er úr bogavalsaðri stálgrind sem fest er niður á staðsteyptar undirstöður.
Burðargrind er sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður og stenst snjóaálag, vindálag og jarðskjálftaálag á öllu landinu. Grunnverð í verðská miða við snjóálagssvæði 1 & 2 og vindálag 36 m/sek.
RENNIHURÐIR
Rennihurð á framgafli er innifalin í verð á húsunum okkar. Hurðirnar eru af staðlaðar, 6 m á breidd og 4,5 m á hæð. Viðskiptavinir geta aukalega pantað hefðbundnar iðnaðarhurðir.
Hurðirnar eru úr stál ramma og klæddar með stálplötum og polycarbonite plasti. Hurðirnar koma með sérsmíðuðu brautakerfi.
HELSTU STÆRÐIR
Bogahúsin frá okkur koma í eftirfarandi stærðum:
- Breiddir: 12 og 15 m breið
- Hæð á 12 m húsum er 5,8 m
- Hæð á 15 m húsum er 6,7 m
- Lengdir: Frá 20m og helypur á 5m
KLÆÐNING
Þak og veggir eru klædd með stálplötum af vandaðri gerð. Húsin eru óeinangruð. Þak er jafnframt með glærum auðbrennanlegum birtuplötum til reykræstingar.
Allar áfellur eru innifaldar til að ganga frá klæðningu, þ.m.t. frágangslistar á þakkanti, sökkullistar og áfellur til frágangs við hurðir.
GLUGGAR & HURÐIR
Gönguhurðir og gluggar í húsunum eru ýmist úr PVC, ál-tré eða timbri. Allt eftir óskum verkkaupa. Við bjóðum upp á eftirfarandi gerðir af gluggum:
- Rehau Nordic line PVC glugga
- Ideal Aluplast 70 PVC glugga
- Ál-tré glugga
- Timburglugga
* stöðluð hús eru ekki með neinum gluggu. Þeim er bætt við aukalega.
UNDIRSTÖÐUR
Húsin eru sett upp á steyptar undirstöður. Stöðluð útfærsla miðar við að sökkulveggur standi 20 cm upp fyrir plötu. Kaupendur sjá um að útvega steyptar undirstöður. Algengar stræðir á undirstöðum eru eftirfarandi:
- Hæð sökkulveggja – um 90 cm *
- Langhliðar – 40 cm breiðir veggir*
- Stafnar – 25 cm breiðir veggir*
- Botnplata – 12 cm þykk*
* stærðir á undirstöðum eru breytilegar eftir staðsetningu og álagskröfum. Ofangreint eru algengar stærðir, ekki algildar.
UPPSETNING
BK Hönnun ehf. býður uppsetningu með stöðluðum bogahúsum hvar á landinu sem er. Vinnuflokkur frá framleiðanda kemur á byggingarstað og reysir okkar bogahús á skömmum tíma.
ÖRLÍTIÐ UM OKKUR
REYNSLUMIKIÐ STARFSFÓLK
Hjá okkar starfar reynslumikið starfslið. Hönnuðir með reynslu, vaskir iðnaðarmenn og söluenn með þekkingu á vörunni.
HÖNNUN OG LAUSNIR
Við sjáum um alla hönnun á okkar verkefnum og gerum tillögur að verkefnum fyrir viðskipavini okkar strax í byrjun ferlisins.
UPPSETNING
Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á uppsetningarteymi frá fraleiðanda með okkar bogahúsum. Allt unnið undir stjórn fagmanna með réttindi.