Ef afhending hefur farið fram og útséð með að uppsetning fari ekki fram strax er mikilvægt að geyma pakkningarnar innanhúss í þurru og frá sólarljósi.
Hægt er að hita húsin upp á ýmsan máta. Við eigum til þó nokkuð úrval af rafmagns hiturum frá 1200W og upp í 2800W. Einnig er hægt að hita húsin með hitalögn en í slíkum tilfellum mælum við með að leggja kerfið sem lokað kerfi á frostlegi.
Sólin er aðal hitagjafinn þegar hennar nýtur en þess á milli eru rafmagnshitarar, hitalögn eða kamínur aðal hitagjafarnir.
Ef ætlunin er að hlýfa plöntum á verturna er hægt að kaupa plöntutjöld hjá okkur til að spara orkukostnað við kyndingu yfir kaldasta tímann.