BK Hönnun ehf. leggur sig fram við að fylgja gildandi lögum og reglum um markaðssetningu. Þess vegna sendum við fréttabréf okkar einungis til þeirra sem hafa skráð sig á póstlista okkar. Allir þeir sem sækja efni á vefsíðuna okkar og gefa til þess netfang eru sjálfkrafa skráðir á póstlista. Ef þú færð fréttabréfið og hefur ekki samþykkt skráningu á póstlistann gæti skýringin verið sú að manneskja þér tengd hafi áframsent fréttabréfið til þín.
Viljir þú fá fréttabréf okkar sent þá biðjum við þig um nafn, póstnúmer, kyn og fæðingarár við skráningu. Þessar upplýsingar hjálpa til við að þróa markaðssetningu okkar, þér til hagsbóta.
Upplýsingar sem þú gefur okkur geymum við í gagnagrunni á vörðum netþjóni. Eingöngu ábyrgðarmenn BK Hönnunar ehf., ásamt ábyrgum samstarfsaðilum, hafa aðgang að upplýsingum þínum.
Við ábyrgjumst að við munum ekki afhenda eða selja netfang þitt til annarra aðila.
Þú hefur möguleika á að afþakka fréttabréf okkar með því að fara á vefslóð neðst í tölvupóstinum sem fréttabréfið var sent með.