Arcadia plus vegghúsin eru köld glerhús sem koma upp að vegg. Stærð 305x605 cm. Hæð við vegg getur verið frá 291 cm og upp í 381 cm. Húsin eru í svokölluðum “DIY ” (gerðu það sjálfur) flokki. Húsin eru sérframleidd hjá framleiðanda og afgreiðslufrestur er þar af leiðandi meiri en á lager húsum. Húsin koma með 4mm einföldu hertu öryggis gleri. Arcadia plus eru fáanleg í svörtu, grænu, hvítu eða állituðu – en einnig er hægt að fá þau sér lituð gegn auka gjaldi.
*** ATH húsin eru sér innflutt eftir pöntunum ***
*** ATH INNIFALIÐ Í VERÐI ER GRUNN HÚS MEÐ RENNIHURÐ OG ÞAKGLUGGA.
Urban gróðurhús er lítið og nett gróðurhús sem eru einföld í uppsetningu. Húsin eru í svokölluðum "DIY " (gerðu það sjálfur) flokki. Húsin eru lager vara hjá framleiðanda og eru því fáanleg með skömmum fyrirvara. Húsin koma með 4mm einföldu hertu öryggisgleri og í svörtum eða natur ál lit. Þetta hús er mjög sniðugt fyrir þann sem ekki hefur mikið pláss en vill byggja upp sælureit.
*** ATH húsin eru sér innflutt eftir pöntunum ***