Gróðurhús á Lækjartorgi hefur vakið athygli vegfarenda en þar er að finna ýmsar plöntutegundir sem gleðja augað.
Í mörg horn er að líta í húsinu gróðursæla en starfsmenn Reykjavíkurborgar sinntu því af natni undir sólargeislum gærmorgunsins.
Þrátt fyrir sólríkt árdegi gærdagsins er ekki útlit fyrir að til sólar sjáist í borginni í dag. Hún ætti þó að gleðja borgarbúa á nýjan leik á morgun.
Fréttin í heild sinni er endurbirt af vef mbl.is, hlekkur á upprunalegu útgáfuna hér að neðan.