skip to Main Content

GRÓÐURHÚS

GRÓÐURHÚS Á VEGG

Algengar spurningar varðandi gróðurhús

Eruð þið með sýningarsal?

Við starfrækjum ekki verslun né sýningarsal. Hægt er að hafa samband við sölumenn á tölvupósti eða með símtali á opnunartíma og bóka skoðun á gróðurhúsum á höfuðborgarsvæðinu. 

Hvernig eru gróðurhúsin afhent?

Öll okkar gróðurhús eru afhent ósamsett. Í nær öllum tilfellum er um að ræða eitt bretti með gleri og svo 2-3 kassa af ál listum og fylgihlutum. Stærðirnar eru alla jafnan svona:

  • Gler bretti: B 80 cm, L 120 cm, H 220 cm
  • Prófílakassi 1  – B 30 cm, H 20 cm, L (jafn löng og gróðurhúsið sem keypt er)
  • Prófílakassi 2 – B 30 cm, H 20 cm, L 310 cm.

Í flestum tilfellum er best að fá gróðurhúsið sent með sendibíl þangað sem á að setja húsið upp. Gler brettið vegur alla jafnan frá 400-700 kg. og er ekki ætlaði í hýfingar. Ekki er mælt með því að hýfa glerbretti með krana nema  á þar til gerðum palli. Ekki er æskilegt að “velta” glerkistu á hliðina til að flytja á kerru. 

Sjáið þið um uppsetningu?

Við erum með á okkar snærum vana uppsetningamenn sem taka að sér að setja gróðurhúsin okkar upp fyrir viðskiptavini. Verð er mismunandi eftir því um hvaða hús er að ræða og því best að leita til sölumanna, ekki hika við að hafa samband á sala@bkhonnun.is.

Get ég flutt pakkana á kerru?

Þó nokkuð margir viðskiptavinir hafa valið að sækja gróðurhús til okkar og nota til þess kerru. Í slíkum tilfellum mælum við með því að notast sé við kerrur sem meiga bera þyngdina á húsinu (sölumenn veita upplýsingar um þyngd á pöntuðum húsum). Best er að kerran henti til að hlaða á með lyftara og að hún sé nægilega löng til að lengstu pakkarnir passi á hana. Mikilvægt er að hafa í huga að gler brettið er allt að 2,2 m á hæð og þarf að flytast í standandi stöðu. Þá þarf að sjálfsögðu að tryggja að farmurinn sér vel festur niður áður en haldið er af stað.

Hversvegna að velja hert gler en ekki flotgler?

Þegar valið er gler í gróðurhús er miðað við sömu reglur og um annað íbúðarhúsnæði. Eru reglurnar meðal annars settar til að varna glerskurðarslysum og tryggja öryggi fólks. Íslenskar sérreglur eru byggðar á sænskum sérreglum sem byggingarstofnunin Boverket í Karlskrona hefur sett fram um val glergerða og Glascentrum í Växjö hefur útfært. Þar segir meðal annars að:

  • Allar gólfsíðar rúður skuli vera með öryggisgleri
  • Allar rúður sem ná neðar en  60 cm frá jörðu skuli vera með öryggisgleri
  • Í öllum hurðum skuli vera öryggisgler

Kostir við hert gler öryggisgeler eru ótvíræðir þegar kemur að styrk og gæðum enda er hert öryggisgler allt að 5x sterkara en hefðbundið flot gler. Þá brotnar flotgler í stórar skífur sem geta auðveldlega valdið glerskurðarslysum á meðan hert gler molnar í litlar gleragnir sem eru nær hættulausar.

BK Hönnun ehf selur því ekki gróðurhús með venjulegu flotgleri.

Gróðurhús frá Janssens AluSystem í Belgíu

BK Hönnun ehf. flytur inn vönduð gróðurhús frá Janssens AluSystem í Belgíu. Janssens AluSystem er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem rekur rætur sínar til ársins 1946, en þá var félagið stofnað í Lier í Belgíu sem innréttingaverkstæði. Frá því á áttunda áratug síðustu aldar hefur félagið alfarið skipt út timbri fyrir ál og er nú umsvifamikið í framleiðslu á ál gróðurhúsum sem seld eru um allan heim.

Gróðurhús
Gróðurhús
Finnur þú ekki rétta húsið á síðunni okkar? Aukið úrval er að finna í vörulistanum frá Janssens!
Back To Top