Útieldhús HEKLA 3×3
590,000 kr.
Hekla útieldhús. Yfirbygging fyrir útieldhús eða garðskála. Stærð 300×300 cm, hæð 253,5 cm. Sterkar uppistöður úr red class viði, 20×20 cm, þakvirki úr 4,5×12 cm bitum. Kemur með forsteyptum undirstöðum, EPDM þakdúk og svörtum þakkanti úr áli. Hliðar er hægt að panta sér, ekki innifalið í verði. Hægt er að velja um lokaðar hliðar með mismunandi gerðum af klæðningum ásamt gler lokun með opnanlegum flekum.
- Timbur efnispakki skv. teikningasetti
- EPDM þakdúkur ásamt lími og þéttiefni
- 60 mm niðurfallsrör (30 cm) með áfastri EPDM þéttingu og tengingu fyrir 60 mm niðurföll (ekki innifalið)
- Svartur ál frágangslisti á þakkanti 2,5m lengjur og úthorn
- Forsteyptar undirstöður kónískar með M20 innsteyptri festingu. Stærð 20×23,5×50 cm, þyngd 58 kg. stykkið.
- Hæðar stylling /stálfesting riðfrí m20, 10×10 cm
ATH um er að ræða efnispakka fyrir útieldhús. Efnið er ekki allt tilsniðið og er gert ráð fyrir að það þurfi að saga og bora í timbur, saga ál og sníða til EPDM þakdúk í samsetningu skv. leiðbeiningum framleiðanda.
Sérpöntun
Flokkur: Útieldhús