Blog, Bogahús, CLT einingar, Einingahús, Gróðurhús, Límtré, Yleiningar

Vefsíðan okkar fer í loftið

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að vefsíðan okkar er loksins komin í loftið. Markar það á vissan hátt kaflaskil í rekstri félagsins, BK Hönnun ehf. Við vonum að nýja vefsíðan okkur hljóti góðar viðtökur og að gamlir sem nýjir viðskiptavinir finni eitthvað við sitt hæfi. Við höfum tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum undanfarin ár og af þeim erum við virkilega stolt af. Við lítum stolt til baka á sama tíma og við horfum björtum augum fram á við.

Vefurinn í hnotskurn

Á vefsíðunni okkar er hægt að finna almennar upplýsingar um þjónustu teiknistofunnar, svo sem helstu verkefni sem við tökum að okkur. Þá er til sýnis lítilsháttar yfirlit yfir okkar fyrri verkefni. Mestur hluti vefsins fer svo undir nýjan þátt í starfsemi félagsisn sem er innfluttningur og efnissala. Undir liðnum “vöruskrá” má sjá flesta vöruflokka sem félagið býður upp á. Þessi nýja þjónusta er annarsvegar tilkomin vegna mikillar reynslu starfsmanna félagsins af innflutningi og efnissölu og hinsvegar vegna óska frá viðskiptavinum félagsin. Nú gefst viðskiptavinum kostur á að samtvinna hönnun og innflutning á byggingarefni. Við teljum þetta mikinn kost fyrir viðskiptavini sem fá með þessu fyrirkomulagi bæði hágæða byggingarefni sem og sérfræðiþjónustu á einu bretti.

Hönnunar- og tækniþjónusta stofunnar er víðtæk en stofan býður alhliða þjónustu við allar gerðir framkvæmdaaðila. Allt frá hönnun, eftirliti og aðstoð og umsjón með verklegum framkvæmdum.

Helstu byggingavörur sem við bjóðum nú eru timbur einingahús, bogahús, gámahús, límtréshús, gróðurhús, kubbahús, clt einingar og yleiningar.

Aðalhönnun

BK Hönnun ehf. býður upp á alhliða hönnunarþjónustu fyrir viðskiptavini sína. Við sjáum um aðalhönnun allt frá fyrstu hugmynd að fullbyggðu mannvirki. Sem dæmi um verkefni sem BK Hönnun ehf. hefur tekið að sér eru hús fyrir ferðaþjónustu, íbúðarhúsnæði, byggingar fyrir landbúnað og skólahúsnæði. Eigum til staðlaðar teikningar af:

  • Einbýlishúsum
  • Parhúsum
  • Raðhúsum
  • Iðnaðarhúsum
  • Bogahúsum
  • Límtrésskemmum

Burðarvirkjahönnun

BK Hönnun ehf. er í samstarfi við burðarþolshönnuði sem hafa víðtæka reynslu á sviði burðarvirkjahönnunar. Við veitum faglega ráðgjöf og bjóðum upp á hönnun sem skilar hagkvæmni. Hafðu samband og við getum ráðlagt þér með framhaldið.

Helstu sérsvið eru meðal annars:

  • Hönnun steyptra mannvirkja í kubbamótum
  • Hönnun stálvirkja
  • Hönnun úr límtré
  • Hönnun úr timburgrind
  • Hönnun út CLT einingum
  • Hönnun steyptra einingahúsa
  • Hönnun staðsteyptra mannvirkja
  • Jarðskjálftahönnun

Byggingarstjóri

BK Hönnun ehf. hefur öll tilskylin leyfi til að taka að sér hlutverk byggingarstjóra. Við getum því boðið viðskiptavinum okkar upp á alhliða byggingaþjónustu, en félagið á í góðu samstarfi við fjölda undirverktaka og getur stýrt framkvæmdum frá fyrstu hugmynd að fullbyggðu mannvirki. Getum, sem dæmi, útvegað uppsetningateymi fyrir:

  • Timbur einingahús
  • CLT einingar
  • Límtrés byggingar með yleiningum
  • Bogahús
  • Svalir og stálstiga
  • Uppsetningu glugga og hurða

Verkefnastýring

BK Hönnun ehf. tekur að sér verkefnastýringu fyrir framkvæmdaaðila. Við tökum að okkur stjórnun verkefna, hönnunarstýringu ásamt almennri ráðgjöf við framkvæmdir. BK Hönnun kemur að þróunarverkefnum fyrir viðskiptavini félagsins.

Timbur einingahús

Við höfum komið að nokkrum verkefnum þar sem viðskiptavinir hafa flutt inn timbur einingahús sem hönnuð eru af okkur. Nú bjóðum við þessa þjónustu sem eina heild, þ.e við sjáum einnig um að flytja einingahúsin inn og skilum því verkinu alla leið sé þess óskað. Viðskiptavinir geta valið nokkrar leiðir við kaup á timbur einingarhúsum, allt eftir óskum hverju sinni.

  1. Valið um “stöðluð” hús úr teikningasafni okkar
  2. Sent okkur teikningar af draumahúsinu unnar af öðrum hönnuðum (þá bjóðum við ekki aðalhönnun)
  3. Sent okkur myndir eða hugmyndir af draumahúsinu og óskað eftir tilboðið í hönnun + efnissölu.

Við sölu á timbur einingahúsum eru alla jafnan sérhæfðir innflutningsaðilar. Okkar reynsla er sú að hönnuðir sjái um mest alla tæknivinnu sem þarf til að húsin séu sannarlega framleidd í samræmi við innlendar kröfur og venjur. Við teljum okkur því vel til til þess fallin að veita innflutnings- og söluráðgjöf vegna innkaupa á slíkum húsum. Við hvetjum væntanlega húsbyggjendur til að gera samanburð. Við erum þess fullviss að okkar verðlagning og þjónusta sé samkeppnishæf.

Bogahús

Á undanförnum árum höfum við séð um hönnun og hönnunarstýringu á bogahúsum sem hafa verið sett upp víðsvegar um landið. Húsin hafa til þessa meðal annars verið nýtt í landbúnaði sem reiðhallir, fjárhús og geymslur. Húsin hafa einnig verið sett upp sem þjónustuhús fyrir ferðaþjónustu. Nú bjóðum við stöðluð bogahús í tveimur breiddum. Hægt er að panta húsin beint hjá okkur og samtvinna hönnun þeirra og efnisinnkaup á einum stað. Viðskiptavinir geta valið um eftirfarandi:

  1. Breidd 12m eða 15m
  2. Staðlaðar rennihurðir á gafli
  3. Gluggar og hurðir að óskum kaupanda
  4. Uppsetning í boði frá framleiðanda

Bogahús eru ódýr og fljótbyggð hús sem henta sérstaklega vel sem skýli fyrir vélar, tæki og eða skepnur. Okkar bogahús koma óeinangruð, og fyrir því er ástæða. Reynslan sýnir okkur að afar tímafrekt er að einangra bogahús, sem gerir þau óhagstæð borið saman við yleininga hús (stálgrind eða límtré). Því höfum við ákveðið að bjóða okkar hús óeinangruð.

Límtréshús

Á liðnum árum hefur BK Hönnun ehf.  hannað límtréshús sem reyst hafa verið víðsvegar um landið. Límtré er afskaplega hlýlegt byggingarefni og gaman að sjá það njóta meiri vinsælda, sér í lagi þegar umhverfisáhrifin eru tekin með í reikninginn. Við höfum farið þá leið að bjóða upp á stöðluð þversnið af skemmum, frá 8m breidd. Lengdin er svo eftir óskum kaupanda hverju sinni. Límtréshúsin eru svo klædd með hágæða yleiningum sem við bjóðum einnig uppá.

Í fyrsta kasti erum við með á síðunni okkar eftirfarandi stærðir:

Um er að ræða forhannaðar límtrésgrindur sem hægt er að klæða með hvaða gerð af yleiningum sem er. Eins gefst húsbyggjendum færi á að velja fjölda og gerð glugga, hurða og iðnaðarhurða.

Gróðurhús

BK Hönnun ehf. býður viðskiptavinum milligöngu um innflutt gróðurhús frá þekktum Belgískum framleiðanda. Öll gróðurhús eru sér innflutt og því ekki lager vara. Við höfum í gegnum tíðina haft mikinn áhuga á gróðurhúsum og garðskálum en ekki fundið nægilega flott kerfi í boði á innlendum markaði. Því höfum við ákveðið að bjóða kerfi sem fellur að þeim kröfum sem við gerum.

Húsin sem við bjóðum koma í mörgum stærðum og geta viðskiptavinir skoða allar staðlaðar stærðir á síðunni okkar. Við aðstoðum við leyfismál þegar þess þarf og erum innan handar með tænilegar útfærslu.

CLT einingar

CLT einingar hafa rutt sér rúms á íslenskum byggingamarkaði á síðustu misserum. BK Hönnun ehf. býður viðskiptavinum að hafa milligöngu um innflutning á CLT einingum beint frá verksmiðju. Við höfum gert áætlanir fyrir hús úr CLT einingum fyrir okkar viðskiptanini og bjóðum þá þjónustu til allra húsbyggjenda, óháð hver fer með aðalhönnun. Einingarnar sem við bjóðum eru bæði á samkeppnishæfu verði og gæðin eru einnig sambærileg við það sem gengur og gerist hjá öðrum endursöluaðilum.

Kostir CLT eininga eru fjölmargir og er þeim meðal annar gerð skil í grein okkar sem fjallar um að byggja hús úr CLT einingum.  Ólíkt sumum innflytjendum sem fyrir eru á markaðnum þá gerum við strax burðarþolsmódel af húsum á áætlana stiginu. Þannig getum við gert nákvæmar verðáætlanir fyrir húsbyggjendur strax í upphafi vegferðarinnar.

Þegar byggt er úr CLT einingum er mikilvægt að allir fylgihlutir og festingar séu hluti af  efnispakkanum. Dæmi eru að innflytjendur leiki húsbyggjendur grátt með vænum bakreikningum þegar verðáætlun er í grundvallaratriðum röng frá upphafi. Þetta reynum við að forðast og er mikilvægur þáttur í því að gera sem vandaðasta verðáætlun strax í upphafi.

Við hvetjum húsbyggjendur að leita tilboða hjá okkur í CLT einingar og gera verðsamanburð. 

Yleiningar

Við höfum talsverða reynslu af innflutningi og hönnun á byggingum sem klæddar eru með yleiningum. Því bjóðum við okkar viðskiptavinum nú upp á beinan innflutning á yleiningum frá þaul reyndum framleiðanda. Einingarnar eru virkilega vandaðar og hafa verið notaðar á Íslandi við góðan orðstýr um árabil.

Yleiningar frá okkur eru bæði fáanlegar með kjarna úr PIR og steinull. Þá eru þær einnig fáanlegar í mörgum mismunandi sniðum og þykktum. Hvetjum viðskiptavini til að kynna sér málið og leita tilboða.

Um okkur

BK Hönnun ehf. er teiknistofa sem sérhæfir sig í hönnun og innflutningi íá byggingavörum. Félagið aðstoðar viðskiptavini við allt það sem við kemur mannvirkjagerð. Við getum hannað hús frá grunni, aðstoðað aðra hönnuði við tæknilegar útfærslur, reiknað verð í einingahús og stýrt verklegum framkvæmdum. 

Related Posts